Dagur leikskólans er í dag haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Leikskólar landsins halda upp á daginn með ýmsum hætti til að vekja athygli á starfi leikskólakennara og til að kynna starfsemi leikskóla út á við.
Sungið af list í Uglukletti |
Það voru svo Súðavíkurhreppur og Kristín Dýrfjörð og Margrét Pála Ólafsdóttir sem hlutu Orðsporið 2013. Súðavíkurhreppur fyrir að vera með 6 klst. gjaldfrjálsan leikskóla fyrir öll börn á leikskólaaldri og þær Kristín og Margrét Pála hlutu sameiginlega viðurkenningu fyrir opinbera umfjöllun um leikskólastarf hvor á sínum vettvangi og frá ólíkum sjónarhornum.
Til hamingju með daginn leikskólafólk!