Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kveldúlfur

febrúar 6, 2009
Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kvedúlfur hittast reglulegt við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi til að njóta útiveru með því að skokka og ganga.
Skokkhópurinn 17:17 hittist á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:17, á föstudögum kl. 16:16 og á laugardögum kl. 09:09. Hópurinn gengur eða skokkar í 50 mínútur. Honum er skipt í þrjá hópa eftir því hversu létta eða þunga göngu og hlaup hver velur. Síðan sameinast hóparnir í léttum æfingum og teygjum. Að endingu er slakað á í heita pottinum, þar sem þjóðmálin eru rædd og verkefni líðandi stundar leyst.

Gönguhópurinn Kveldúlfur var stofnaður nú í janúarlok með það að markmiði að fá fólk til að ganga og hreyfa sig reglulega. Hópurinn hittist alla miðvikudaga kl. 17:00.
Allir eru velkomnir í báða þessa hópa og það er bara að mæta fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi á réttum tíma og réttum degi.

,,Þeir sem hafa ekki tíma fyrir heilsu sína í dag – hafa kannski ekki heilsu fyrir tíma sinn á morgun“.

 

Share: