Á síðasta ári tóku íbúar í Borgarbyggð sig saman og hrintu af stað verkefni sem ber heitið Samhugur í Borgarbyggð. Tilgangur verkefnisins er að veita aðstoð á þessum erfiðum tímum í kringum jólahátíðina. Verkefnið var endurvakið í ár og líkt og á síðasta ári, er tekið á móti jólagjöfum, gjafabréfum og matarpökkum. Auk þess sem jólasveinar geta einnig fengið aðstoð.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta farið með gjafir og gjafakort á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga. Einnig er verið að taka á móti gjafapappír og kortum.
Einstaklingar þurfa ekki að pakka inn gjöfunum en æskilegt er að merkja viðeigandi aldur viðtakanda.
Nánari upplýsingar er að finna á Facebooksíðu verkefnisins, sjá hér.
Þeir einstaklingar sem vilja sækja um styrk geta sent póst á netfangið samhugur@samhugur.is.