Fræðsla um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna

nóvember 15, 2021
Featured image for “Fræðsla um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna”

Ásthildur Margrét Gísladóttir sérfræðingur hjá Betri svefn verður með rafrænan fyrirlestur á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20:00.

Fyrirlesturinn ber heitið svefn og svefnvenjur barna og ungmenna og er fyrir foreldra/forráðamenn barna í Borgarbyggð.

Fjallað er meðal annars um svefn og svefnsleysi, áhrif á lífstíl og heilsu, ráð við góðum nætursvefni og helstu úrræði við svefnvanda.

Fyrirlesturinn fer fram á Teams og hægt er að tengjast fræðslunni með því að ýta á eftirfarandi hlekk:

Smelltu hér til að komast inn á fundinn

 

 


Share: