Ný sýning í Hallsteinssal – Borgarfjarðarblómi

júní 25, 2021
Featured image for “Ný sýning í Hallsteinssal – Borgarfjarðarblómi”

Laugardagurinn 26. júní er fyrsti sýningardagur Viktors Péturs Hannessonar á verkum sem hann vinnur með borgfirskum jurtum.

Viktor Pétur hefur unnið að myndlist sinni með hjálp íslenskrar flóru undanfarin 4 ár. Hann ferðast um á ferðavinnustofu sinni, Afleggjaranum, og fylgist grannt með síbreytilegu litaframboði jurtaríkisins, allt frá brons-gulum njólarótum að vori yfir í dimmblá krækiberin að hausti.

Oftar en ekki hefur hann átt viðkomu í Borgarfirði og nágrenni á ferðum sínum, og eru verkin á sýningunni unnin í þessum heimsóknum.

Viktor Pétur útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2012, og lýkur námi sínu við Listfræðideild Háskóla Íslands nú í haust.

Sýningin stendur til og með 29. júlí og verður opin kl. 13:00 – 18:00 alla virka daga og 13:00 – 17:00 um helgar. Ekki er um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar. 

Nánari upplýsingar:

 


Share: