Karvel íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Reykdæla

febrúar 2, 2010
Síðastliðinn sunnudag var tilkynnt um val íþróttamanns ársins hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Karvel Lindberg Karvelsson frá Hýrumel var valinn íþróttamaður ársins. Karvel æfir sund, körfubolta og fótbolta. Í öðru sæti í kjörinu var Helgi Guðjónsson og Hjörtur Bjarnason í því þriðja.
Uppskeruhátíð Ungmennafélags Reykdæla var haldin í Logalandi og er það í fyrsta skipti sem félagið heldur slíka hátíð.
 

Share: