Hreyfistöðvaskilti á Hvanneyri

júní 11, 2021
Featured image for “Hreyfistöðvaskilti á Hvanneyri”

Í vetur hafa nemendur í 5. bekk í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar verið í heilsufræði hjá Önnu Dís Þórarinsdóttur og í þeim tímum kom upp sú hugmynd að búa til hreyfistöðvaskilti til að setja upp á Hvanneyri. Þá gæti fólk fengið hugmyndir af hreyfingu til að styrkja sig og bæta sín lífsgæði. Nemenur bjuggu til myndband af æfingunum og hægt er að velja um að gera æfingu A, sem er léttari eða æfingu B. Það er mynd og lýsing á æfingunni ásamt QR kóði með myndbandi af æfingunni.

Nemendur kynntu verkefnið sitt fyrir Hrafnhildi Tryggvadóttur deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdamála hjá Borgarbyggð og Rósu Björk Sveinsdóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og fengu leyfi til að setja skilti niður á nokkrum stöðum á Hvanneyri. Núna er því hægt að gera æfingar á hinum ýmsum stöðum á Hvanneyri.

Nemendum er þakkað fyrir frábært framtak.


Share: