Laust starf deildarstjóra í Klettaborg

maí 27, 2021
Featured image for “Laust starf deildarstjóra í Klettaborg”

Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Laus er til umsóknar 50% staða deildarstjóra.

Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.

Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.

Komdu í lið með okkur!

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni í samvinnu við deildarstjóra sem er í 50% starfi
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
  • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Leikskólakennararéttindi
  • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Önnur menntun á sviði leikskólafræða sem nýtist í starfi

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 50-100%

Starfsvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur: 9. júní. 2021

Miðað er við að starfsmaður geti hafið störf: í ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð: https://borgarbyggd-3.alfred.is/

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf ásamt meðmælendum. Öllum umsóknum verður svarað.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Við hvetjum áhugasama um að sækja um óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.

 


Share: