Óskar Þór Óskarsson kvikmynda- gerðarmaður hefur fært Safnahúsi Borgarfjarðar að gjöf tvö eintök af upptöku sinni og Einars Braga Haukssonar á helgileiknum sem fluttur var á þriðja í jólum s.l. í Borgarnesi. Annað eintakið fer til varðveislu á skjalasafni en hitt eintakið verður til útláns á bókasafninu eins og annað efni á DVD diskum í eigu þess.
Þannig geta nú íbúar í Borgarfirði notið þess að horfa á upptökuna heima hjá sér, en DVD diskar eru til útláns í viku í senn. Þetta er gert með góðfúslegu leyfi höfunda og aðstandenda leiksins, þeirra Kjartans Ragnarssonar og Unnar Halldórsdóttur.
Starfsfólk Safnahúss kann Óskari Þór bestu þakkir fyrir þann velvilja sem hann sýnir söfnunum með þessu góða framtaki.
Ljósmynd með frétt: Ragnheiður Stefánsdóttir.