Fimmta vikan gjaldfrjáls – Breytingar á verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar

mars 29, 2021
Featured image for “Fimmta vikan gjaldfrjáls  – Breytingar á verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar”

Sveitarstjórn samþykkti fyrr í mánuðinum breytingu á verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar.

Foreldrar barna sem taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi hafa nú kost á því að taka fimmtu vikuna til viðbótar gjaldfrjálsa. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi.

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að láta skólastjórnendur vita fyrir 1. apríl nk. sé ætlunin að bæta við fimmtu vikuna.


Share: