Af gefnu tilefni eru íbúar sem nota gáma á vegum sveitarfélagsins í hreinsunarátökum, beðnir um að fara eftir þeim fyrirmælum og skilyrðum sem eru sett fram hverju sinni.
Gámarnir eru ekki ætlaðir fyrir úr sér gengin ökutæki. Ökutækjum er skylt að skila til úrvinnslu og sjá má leiðbeiningar á eyðublaði Samgöngustofu.
Íbúar geta komið á gámastöðina í Borgarnesi með ökutæki og gengið frá förgun á staðnum. Ef um er að ræða mikið magn af bílum er íbúum bent á að hafa samband við fyrirtækið Hringrás, sem er tilbúið að sækja járn í sveitir Borgarbyggðar ef að minnsta kosti ígildi átta ökutækja sé á sama stað.
Þessu til viðbótar er óskað eftir því að haft sé samband við Gunnar hjá Íslenska Gámafélaginu í síma 840-5847 áður en gámarnir fyllast.
Myndin sem fylgir fréttinni sýnir gám sem óheimilt er að flytja í óbreyttri mynd og þarf ekki að fjölyrða um þá hættu sem skapast ef það hrynur af gámnum.
Það eru óþarflega mörg dæmi um umgengni sem þessa sem gerir erfitt um vik að viðhalda þessari þjónustu í óbreyttri mynd.