Söfnunarátak á raftækjum í október

október 13, 2020
Featured image for “Söfnunarátak á raftækjum í október”

Þann 14. október er alþjóðlegt söfnunarátak á raftækjum til endurvinnslu á vegum WEEE forum.

Raftæki innihalda spilliefni og verðmæta málma sem hægt er að endurvinna og nýta áfram.  Þegar raftæki skila sér ekki til endurvinnslu tapast dýrmæt efni úr hringrásahagkerfinu, má þar helst nefna efni á borð við gull, silfur, ál og járn.

Á Íslandi falla árlega til um 7.200 tonn af raftækjum og einungis 37% af þeim skila sér til endurvinnslu. Íbúar Borgarbyggðar eru því hvattir til að kynna sér málið og skila raftækjum sem hafa lokið hlutverki sínu á  gámastöðina í Borgarnesi.

Dæmi um raftæki:

  • Brauðrist
  • Hárþurrka
  • Tölva
  • Jólasería
  • Reykskynjari
  • Hleðslutæki
  • Vasareiknir
  • Rakvél
  • Þurrkari og þvottavél

Á heimasíðu  Íslenska Gámafélagsins má til dæmis fræðast meira um átakið.


Share: