Áskorun sveitarstjórnar Borgarbyggðar til fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu og sveitarstjórnarráðherra

september 21, 2020
Featured image for “Áskorun sveitarstjórnar Borgarbyggðar til fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu og sveitarstjórnarráðherra”

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar, sem haldinn var þann 10. september s.l. var fjallað um tekjuskerðingu sveitarfélagsins vegna minnkandi framlags úr Jöfnunarsjóði og lækkun útsvarstekna.

Forseti sveitarstjórnar, lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd sveitarstjórnar:

“Sveitarstjórn Borgarbyggðar mótmælir harðlega niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs og hvetur fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að bregðast við þessum mikla niðurskurði. Verði skerðingin jafnmikil og áætlun Jöfnunarsjóðs gerir ráð fyrir, má ætla að verulegt tap verði á rekstri sveitarfélagsins á þessu ári, þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi staðið í miklum umbótum á rekstri sveitarfélagsins undanfarin ár.”

Bókunin var samþykkt samhljóða.

Bókun sveitarstjórnar hefur verið komið á framfæri til þeirra ráðherra sem eiga í hlut og þingmanna Norðvesturkjördæmis. 


Share: