Vinna er hafin við gerð ferðaleiðar um Borgarfjörð. Markaðsstofa Vesturlands óskar eftir þátttöku íbúa, fyrirtækja og velunnara svæðisins í þessari fyrstu spurningakönnun sem send er út um svæðið sem ferðaleiðin tengist. Tilgangur þessarar könnunar er að fanga anda Borgarfjarðar og finna sérstöðu hans og einkenni. Á þeim gögnum sem safnast í könnuninni byggjum við þemu leiðarinnar og ímynd.
Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Verkefnið er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og áætlað er að leiðin opni árið 2021. Verkefninu er ætlað að byggja upp vörumerki fyrir áfangastaðinn og sem nýtist við kynningu og markaðsetningu svæðisins. Það er því mikilvægt að allir sem áhuga hafa á ferðamálum og framþróun þeirra taki þátt og leggi sitt af mörkum.
Könnunin er rafræn og má nálgast hér.
Könnuninn verður opin frá föstudeginum 16. maí til þriðjudagsins 19. maí. Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg.
Við hvetjum alla sem eru búsettir, starfa eða hafa tengingu við svæðið að taka þátt! Svæðið sem um ræðir Borgarfjörður, Skorradalur, Mýrar og Kolbeinsstaðahreppur.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ferðaþjónar vilja koma á framfæri áhuga á þátttöku í verkefninu eða nánari upplýsingum má alltaf senda fyrirspurn á thelma@westiceland.is