Leikskólinn Andabær tók á móti Grænfánanum í 8. sinn í desember s.l.
Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur frá Landvernd kom til Andabæjar og afhenti fánann. Leikskólinn bauð vinum úr Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar að gleðjast með sér, en þar er stór hluti nemanda sem hafa stundað nám í leikskólanum og tekið þátt í að halda fánanum. Þetta var notaleg stund og mikil gleði, börnin sungu nokkur jólalög í lokin.
Nú ætlar skólinn að setja sér markmið til næstu tveggja ára til að viðhalda fánanum.
Innilega til hamingju með þennan áfanga Andabær.