Dvalarheimili aldraðara í Borgarnesi fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni verðu blásið til afmælishátíðar í Hjálmakletti næstkomandi laugardag, 29. janúar. Það var í janúar 1971 sem fyrstu íbúarnir, 15 manns, fluttu inn á heimilið. Stefnt er að því að afmælisárið verði viðburðaríkt og boðið verður upp á ýmsa viðburði árið á enda. Opinn umræðufundur um hvort samþætta eigi þjónustu á starfssvæði DAB verður í Hjálmakletti kl. 11.00 á laugardaginn en afmælisveislan hefst kl. 15.00. Sjá nánar á heimsíðu DAB www.dab.is