Ný gestastofa var opnuð í Halldórsfjósi á Hvanneyri þann 24. apríl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnaði sýninguna formlega og undirritaði um leið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl, sem áður hefur verið fjallað um á vef Borgarbyggðar. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofu fyrir friðland fugla á svæðinu. Hópur fólks hefur komið að verkefninu en Brynja Davíðsdóttir mun sinna ráðgjöf við næstu skref við uppbyggingu gestastofunnar.
Opnunartími gestastofunnar verður sem hér segir:
- Vetratími fimmtudagar til laugardaga frá 13-17
- Sumartími (frá 1.júní til 31.ágúst) opið frá 11-17.
Allir velkomnir!
Stjórnunar- og verndaráætlunin: https://ust.is/library/Skrar/Stj%C3%B3nunar-%20og%20verndar%C3%A1%C3%A6tlun%20fyrir%20verndarsv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0%20%C3%AD%20Andak%C3%ADl.pdf
Frétt á vef Umhverfisstofnunar: https://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2019/05/21/Thrjar-stjornunar-og-verndaraaetlanir-undirritadar-i-mai/
Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 16