Borgarnes í myndum

janúar 22, 2013
Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýningin Borgarnes í myndum. Sýningin er haldin í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár síðan Borgarneshreppur varð til sem sérstakt sveitarfélag. Á sýningunni má sjá málverk og ljósmyndir eftir ýmsa listamenn en öll eiga verkin það sameiginlegt að á þeim er Borgarnes myndefnið. Sýningin stendur til 27. mars n.k.
Þá verður upptaka af gamaleiknum Ingríður Óskarsdóttir eftir Trausta Jónsson sýnd í Safnahúsi alla virka daga á Þorranum. Upptakan er frá uppfærslu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985. Fyrsta sýning er á bóndadaginn, 25. febrúar og hefjast sýningarnar kl. 16.00.
 

Share: