Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2019 og á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur:
Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því svæði sem var tjaldsvæði, en sú þjónusta hefur verið lögð niður. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 25. janúar til 25. febrúar 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, skal komið á framfæri bréflega eða með tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 25. febrúar 2019.
Frístundasvæði í Litlu-Tunguskógi – Tillaga að nýju deiliskipulagi.
Í skipulagstillögu er 21 frístundahúsalóð og ein lóð undir dæluhús. Hverju húsi hefur verið valinn byggingarstaður sem fellur vel að landinu og veldur lágmarks röskun á gróðri og hrauni. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 25. janúar til 11. mars 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 11. mars 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Litlu-Tunguskógur, kynningarfundur.
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska.
Nánar undir skipulagsmál.