Mikið hefur verið framkvæmt á sviði endurnýjunar og viðhalds fasteigna Borgarbyggða það sem af er ári. Myndir sem sýna þessar framkvæmdir koma á fb síðu Borgarbyggðar.
Grunnskólinn í Borgarnesi:
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í eldri hluta skólans ásamt því að byggður verður nýr matsalur. Í þeim hluta skólans sem fellur ekki undir þá framkvæmd var eftirfarandi gert.
- Gólfdúkur í tveimur stofum endurnýjaður
- Málað að innan að hluta
- Málað að utan að hluta.
- Endurglerjun
- Gunnlaugsgata 21 rifin í tengslum við lóðahönnun
GBF Varmalandi:
- Miðstig skólans tekið og lagfært þ.e. allar innréttingar, málning og rafmagn endurnýjað ásamt því að kerfisloft var sett til að bæta hljóðvist
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð skv. skýrslu BSI
GBF. Kleppjárnsreykjum:
- Haldið áfram að endurglerja skólann og þeir gluggar málaðir
GBF. Hvanneyri:
- Klárað að endurnýja gólfdúka ásamt því að endurnýja hluta af innréttingum
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð skv. skýrslu BSI
Tónlistarskóli Borgarfjarðar:
- Unnið að lagfæringu á þaki skólans
Leikskólar:
Andabær:
- Eldhúsgólf lagfært
- Málað að innan að hluta
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð skv. skýrslu BSI og drenlögn lóðar lagfærð
Hnoðraból:
- Brýnasta viðhaldi sinnt þar til skólinn flytur að GBF. Kleppjárnsreykjum
Hraunborg
- Skólinn málaður að innan að hluta ásamt því að hitakerfi skólans yfirfarið
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð skv. skýrslu BSI
- Lóð tekin og betrumbætt
Ugluklettur:
- Sett kerfisloft í miðrými skólans til að bæta hljóðvist
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð skv. skýrslu BSI
- Sandkassi lagfærður
Klettaborg:
- Skiptiaðstaða yngstu barna endurnýjuð
- Öryggismöl við leiktæki endurnýjuð og gúmmímottur settar að hluta skv. skýrslu BSI
- Lóð tekin og betrumbætt
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi:
- Gólfefni endurnýjuð á vaðlaug ásamt því að öryggishandrið sett meðfram að hluta
- Kalt ker tekið í notkun
- Sánatunna tekin í notkun.
- Verið að vinna að jöfnunartank fyrir innilaug
- Tvær rafmagnsrennihurðir teknar í notkun önnur í anddyri og hin við innilaug
- Forhitari fyrir útilaug endurnýjaður
Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum
- Nýr heitavatnspottur tekinn í notkun í stað eldri
- Lýsing endurnýjuð í sal, skipt yfir í led lýsingu
- Neyðarlýsing sett í húsið
Íþróttamiðstöðin Varmalandi.
- Almennu viðhaldi sinnt
Safnahús.
- Útidyrahurð endurnýjuð ( inngangur á sýningu Börn í 100 ár)
Ráðhús Borgarbyggðar.
- Gluggar endurnýjaðir að hluta
- Málað að utan að hluta
Eyja.
- Stendur til að endurnýja þakjárn að hluta ( burstirnar 3 )
- Undirbúa rif á frystihúsi
Þinghamar
- Mála að utan að hluta
Hlíðartúnshús
- Fjárhús endurbyggð
Almennt hafa framkvæmdir gengið vel en hér eru stærstu verkin talin upp það sem af er ári