Í morgun var undirritaður verksamningur milli Borgarverks ehf annars vegar, og Borgarbyggðar, Veitna ohf, Rarik ohf, Mílu ehf og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf hins vegar, um gatnagerð og tilheyrandi lagnakerfi í nýrri götu, Rjúpuflöt á Hvanneyri. Hér er um fyrsta samninginn að ræða sem gerður er um gatnagerð hér í sveitarfélaginu frá því fyrir hrun. Markar hann því nokkur tímamót. Myndin sýnir þá Jökul Helgason og Gísla Karel Halldórsson frá Verkís hf, Óskar Sigvaldason frá Borgarverki og Gunnlaug A. Júlíusson og Ragnar Frank Kristjánsson frá Borgarbyggð.