Safnahús Borgarfjarðar fékk viðurkenningu frá Grapevine

júlí 17, 2018
Featured image for “Safnahús Borgarfjarðar fékk viðurkenningu frá Grapevine”

Rýnihópur ferðatímaritsins Grapevine hefur veitt Safnahúsi viðurkenningu og telur sýningar hússins í fremstu röð. Er þetta afar ánægjulegt fyrir Borgarbyggð sem hefur ákvæði um framúrskarandi safnastarf meðal markmiða sinna í menningarmálum. Meðal þess sem tilgreint er við grunnsýningar hússins er að í annarri þeirra sé sýnt eftirminnanlega fram á þær gríðarlegu breytingar sem æska landsins stóð frammi fyrir á 20. öld þegar samfélagið tók stökk yfir í nútímann. Grunnsýningar Safnahúss eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Þær eru hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndahönnuði sem hefur hlotið mikið lof fyrir nálgun sína. Hér má sjá textann á heimasíðu Grapevine: Safnahús Borgarfjarðar is one of the most locally-focused museums in the country. Located inside a bright red house near the sea, the museum offers a new program every year focusing on local artists. Their permanent exhibition, ‘Children Throughout A Century’, dives into the dramatic changes Icelandic children have faced as Icelandic society transformed from an agricultural community to a modern nation. “They reconstructed an old turf living room and from there you just walk into a modern teenagers bedroom from IKEA,” one panel member says. “It’s a crazy contrast, just a great exhibit.”


Share: