Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda.
Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 26. maí s.l. nýttu nokkrir kjósendur þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra.
Á B-lista var strikað yfir 18 nöfn og röð frambjóðenda breytt á tveimur kjörseðlum. Á D-lista var strikað yfir 8 nöfn og röð frambjóðenda breytt á tveimur kjörseðlum. Á S-lista var strikað yfir 9 nöfn og röð frambjóðenda breytt á þremur kjörseðlum. Á V-lista var strikað yfir 8 nöfn og röð frambjóðenda breytt á þremur kjörseðlum.
Nánari skipting útstrikana á níu efstu sætum hvers lista var þessi:
B-listi | D-listi | S-listi | V-listi | |
Fjöldi yfirstrikana alls | 81 | 32 | 20 | 20 |
Yfirstrikað 1. sæti | 28 | 6 | 1 | |
Yfirstrikað 2. sæti | 5 | 3 | 6 | 2 |
Yfirstrikað 3. sæti | 15 | 6 | 3 | |
Yfirstrikað 4. sæti | 10 | 2 | 2 | 3 |
Yfirstrikað 5. sæti | 1 | 3 | 4 | |
Yfirstrikað 6. sæti | 5 | 3 | ||
Yfirstrikað 7. sæti | 3 | 1 | 2 | |
Yfirstrikað 8. sæti | 1 | 4 | ||
Yfirstrikað 9. sæti | 1 | 3 | 1 |
Ofangreindar yfirstrikanir og tilfærslur á framboðslistum hafa ekki áhrif á röð frambjóðenda.