Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

maí 16, 2018
Featured image for “Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar”

Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir þroskaþjálfa eða félagsráðgjafa. Um er að ræða 50 – 70% afleysingastarf í óákveðinn tíma.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna.
  • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu.
  • Vinnsla barnaverndarmála.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi.
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.
  • Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní nk.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri í síma 433-7100/ 898-9222, vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522 annamagnea@borgarbyggd.is


Share: