Græn svæði í fóstur og reitir í ræktun

maí 16, 2018
Featured image for “Græn svæði í fóstur og reitir í ræktun”

Umhverfis- og skipulagssvið minnir á að íbúar geta óskað eftir því að taka „græn svæði í fóstur“. Nú þegar eru nokkrir slíkir samningar í gildi og verkefnin geta verið mjög fjölbreytt, s.s. umhirða lítilla svæða við lóðamörk, sláttur á óbyggðum lóðum, uppbygging og umhirða stærri svæða í nærumhverfinu. Nánari upplýsingar um Græn svæði í fóstur má sjá hér Þá geta einstaklingar og hópar sótt um „Reiti í ræktun“ í Einkunnum, sem er byggt upp á svipaðan hátt. Hver aðili fær úthlutað ákveðnu svæði sem hann ber ábyrgð á og sinnir gróðursetningu, uppgræðslu og grisjun eftir því sem þörf er á skv. samþykktri ræktunaráætlun fólkvangsins. Verkefnin eru unnin í samstarfi við umsjónarnefnd fólkvangsins og Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Sjá ræktunaráætlun og reitakort hér. Áhugasamir eru hvattir til að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is Ef fleiri en einn aðili sækir um sömu spilduna eða reitinn fyrir 1. júní 2018 , verður dregið úr innsendum umsóknum. Eftir það gildir reglan „fyrstur kemur- fyrstur fær“.


Share: