AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA

maí 4, 2018
Featured image for “AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA”

AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA
VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA
Í BORGARBYGGÐ 26. MAÍ 2018.

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26. maí 2018 rennur út kl. 12,oo á hádegi, laugardaginn 05. maí 2018.
Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma.
Á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is eru leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista.
Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi laugardaginn 05. maí 2018 frá kl. 11,oo – 12,oo og veitir þar framboðslistum viðtöku.

F.h. yfirkjörstjórnar

Sigríður Helga Skúladóttir
Kveldúlfsgötu 6
310 Borgarnes


Share: