Helga Jensína Svavarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem kennari við Andakílsskóla á Hvanneyri, við Ingunnarskóla í Grafarvogi, Grunnskólann í Borgarnesi og frá árinu 2012 við Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er einnig sundkennari og hefur kennt ungbarnasund og verið með sundnámskeið og sundþjálfun í Borgarnesi. Hún hefur verið í námsleyfi sl. vetur og er að ljúka meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana.
Tveir umsækjendur voru um stöðuna en umsóknarfrestur rann út 26. mars sl. Einnig sótti Ingibjörg Adda Konráðsdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um stöðuna.