Ríkiskaup f.h. Borgarbyggðar hefur auglýst útboð á smíði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi ásamt endurbótum á eldra húsnæði. Opnun tilboða fer fram 6. mars n.k. Sér þá fyrir endann á löngu undirbúningsferli og munu framkvæmdir geta hafist á vordögum.