Útsendingar jólaútvarps nemendafélagsins verða dagana 11. – 15. desember og standa frá kl. 10.00 – 23.00. Að vanda er dagskrá jólaútvarpsins bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða þættir yngri nemenda grunnskólans sendir út en þeir hafa nú þegar verið hljóðritaðir. Síðdegis hefjast svo beinar útsendingar eldri nemenda. Handritagerð fór fram í skólanum og er hún hluti af íslenskunáminu.
Eins og undanfarin ár verða fréttir og veður á hádegi og hápunkturinn í starfi fréttastofunnar verður þátturinn „Bæjarmálin í beinni“ sem sendur verður út föstudaginn 15. desember kl. 13.00. Þá er von á góðum gestum í hljóðstofu, fulltrúum úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningarstarfinu og sveitarstjórn. Dagskrá er að finna á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi – grunnborg.is
Tengill á beina útsendingu er hérna.