Af heyrúlluplasti

október 31, 2017
Featured image for “Af heyrúlluplasti”

Af gefnu tilefni skal því komið á framfæri að sveitarfélagið hefur ekki haft aðkomu að samningi bænda við Gámaþjónustu Vesturlands vegna þjónustu við hirðingu á rúlluplasti og leigu á gámum, samningi sem virðist hafa verið sagt upp nýlega hjá hluta bænda í sveitarfélaginu. Þjónustuaðili Borgarbyggðar er Íslenska Gámafélagið og í samningi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að rúlluplast sé sótt til þeirra bænda sem þess óska sex sinnum á ári. Sveitarfélagið útvegar ekki geymslur eða gáma fyrir einstaklinga eða einstaka rekstraraðila. Bændur geta því eftir sem áður pantað þessa þjónustu hjá Íslenska Gámafélaginu, Gunnar í síma 840-5847.


Share: