Í sumar var unnið að því að skipta um glugga í húsi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og að því loknu var húsið málað að utan. Hefur það því tekið stakkaskiptum í útliti enda ekki orðin vanþörf á. Er húsið orðið hið glæsilegasta á 50 ára afmæli skólans sem haldið verður upp á í haust.