Undanfarnar vikur hefur verið unnið að viðgerð á Hafmeyjunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem áður prýddi gosbrunninn í Skallagrímsgarði. Kvenfélag Borgarness gaf listaverkið á 25 ára afmæli félagsins árið 1952 og var það fyrsta listaverkið sem komið var fyrir í garðinum. Undanfarin ár hefur styttan verið varðveitt í Safnahúsi Borgarfjarðar, en í byrjun árs hófst vinna við endurgerð hennar, með það að markmiði að hún yrði kominn á staðinn sinn á þjóðhátíðardaginn.
Steinsmiðurinn Gerhard König hefur unnið að lagfæringum og viðgerð styttunnar en hann hefur unnið að sambærilegum verkefnum undanfarin ár, m.a. á verkum Samúels Jónssonar í Selárdal.
Styttan var í dag flutt á stöpulinn sinn í Skallagrímsgarði og verður vatni hleypt á hana með viðhöfn á þjóðhátíðardaginn.