Grunnskólinn í Borgarnesi – nýtt deiliskipulag

mars 14, 2017
Featured image for “Grunnskólinn í Borgarnesi – nýtt deiliskipulag”

Ath: Deiliskipulagstillagan verður kynnt á kynningarfuundinum um viðbyggingu grunnskólans þann 20. mars í Hjálmakletti kl. 20.

 

 

Sveitarstjórn hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21a. Tillagan er auglýst í samræmi  við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 02. mars 2017 til 13. Apríl 2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 13. apríl 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Deiliskipulagstillaga Grunnskólinn í Borgarnesi


Share: