Það er mikilvægt fyrir íbúa sveitarfélagsins að geta látið skoðun sína í ljósi um málefni eins og bygginga- og skipulagsmál, umhverfismál eða nýframkvæmdir. Það er framkvæmdasvið Borgarbyggðar sem fer með þessi mál auk umhverfismála, umferða- og samgöngumála, hreinlætismála, brunavarna/slökkviliðs, landbúnaðarmála, umsýslu með fasteignum í eigu sveitarfélagsins og vinnuskóla.
Framkvæmdasvið vill geta veitt sem besta þjónustu í ofangreindum verkefnum. Liður í því er að opna leið á vef Borgarbyggðar þar sem fólk getur sett fram ábendingar um hvað betur má fara. Ennfremur væri fróðlegt að heyra um verk þar sem fólk teldi að vel hefði tekist til. Tengilinn til að senda bréf beint til framkvæmdasviðs má finna undir starfsemi hér efst á síðunni