Jákvæð viðhorf

janúar 6, 2017
Featured image for “Jákvæð viðhorf”

Námskeið í jákvæðri sálfræði var haldið í Símenntunarmiðstöð Vesturlands fyrir starfsfólk Borgarbyggðar sl. fimmtudag. Leiðbeinandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, en hún stundaði nám í jákvæðri sálfræði veturinn 2015-2016 við Háskóla Íslands.

Jákvæð sálfræði hefur það markmið að efla jákvæðar hliðar mannsins eins og styrkleika, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Stuðst er við sálfræðilegar kenningar, rannsóknir og meðferðatækni til að efla og  öðlast skilning á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar. Jákvætt hugarfar skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að vinna með vellíðan og jákvæða þætti í mannlegri hegðun og því afar mikilvægt að vinna markvisst með það.


Share: