Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, FaB, afhenti þann 9. nóvember Landmælingum Íslands örnefnaskrá sem félagið hefur af mikilli elju safnað saman á s.l. 23 árum. Skráin inniheldur örnefni úr Skorradalshreppi og öllum hreppum gömlu Borgarfjarðarsveitar . Ekki þarf að efast um að hér hefur félagið unnið þrekvirki og bjargað ómetanlegri þekkingu frá glötun. Einnig afhenti félagið Safnahúsi Borgarfjarðar afrit af örnefnaskrám og kortum af hverju svæði. Á myndinni er Þorsteinn Þorsteinsson að afhenda Magnúsi Guðmundssyni forstjóra Landmælinga Íslands gögnin.