Hunda- og kattahreinsun 2016

nóvember 3, 2016
Featured image for “Hunda- og kattahreinsun 2016”

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum.

  • Hvanneyri 7. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00.
  • Reykholti 8. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 18:00.
  • Varmalandi 8. nóvember í húsnæði Björgunarsveitarinnar kl. 18:30 -19:30.

Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina ofangreinda daga.

  • Borgarnesi 14. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka.
    • Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 16:30 -17:30.
    • Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 450 17:30 – 19:00
    • Fyrir ketti 19:15 – 20:15.
  • Bifröst 15. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00.

Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina ofangreinda daga.

Viðbótardagur fyrir alla sem ekki komast ofangreinda daga:

  • Borgarnesi 22. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka kl. 17:00 – 19:30.

Margrét Katrín Guðnadóttir annast hreinsunina.

Skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002, 15. kafla, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.

Óskráð gæludýr eru velkomin og geta eigendur nálgast skráningargögn á staðnum.

Dýralæknar veita einnig aðra þjónustu á staðnum s.s. bólusetningar,ófrjósemissprautur, örmerkingu ofl.  Athugið að ekki er hægt að greiða með korti.

Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki nýta sér þessa þjónustu þurfa að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.

Þá má leita til þeirra dýralækna sem starfa í sveitarfélaginu sem senda staðfestingu um ormahreinsun til sveitarfélagsins.  

Upplýsingar um samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð er að finna hér

Einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra í síma 433 7100 eða gegnum netfangið hrafnhildur@borgarbyggd.is.


Share: