Fréttatilkynning frá Hringiðunni, Snæfellsbæ og Borgarbyggð

ágúst 18, 2016
Featured image for “Fréttatilkynning frá Hringiðunni, Snæfellsbæ og Borgarbyggð”

Á dögunum endurnýjuðu Hringiðan Internetþjónusta, Borgarbyggð og Snæfellsbær samkomulag frá 2006 um internetþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi (frá Hellnum að Hítará). Sem hluti af samkomulaginu mun Hringiðan taka að fullu niður eldra netkerfi og skipta því út fyrir nýrra og betra kerfi. Fjarskiptastaðurinn á Kolviðarnesi verður ljósleiðaravæddur sem mun hámarka eins og kostur er áreiðanleika kerfisins.

Vinna við uppfærslu er í fullum gangi og er uppfærslu á tengingum í Snæfellsbæ að mestu lokið og gert er ráð fyrir að uppfærslu tenginga í Borgarbyggð ljúki fyrir mánaðarmótin. Samningurinn gildir til 1. ágúst 2018 og gefur hann bæjarfélögunum svigrúm að vinna að ljósleiðaravæðingu.

Verðlag á tengingum er í samræmi við það sem gengur og gerist á stærri þéttbýlisstöðum og stendur íbúum svæðisins og eigendum frístundahúsa nú til boða tengingar með ótakmörkuðu niðurhali. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur nýju tengingarnar og verð þeirra er bent á að hafa samband við Hringiðuna á hringidan@hringidan.is eða í síma 525 2400.


Share: