Unglingalandsmót UMFÍ, það 19. í röðinni, hófst í dag með keppni í golfi og körfubolta. Á morgun föstudag hefst keppni í öðrum greinum en alls er keppt í 14 greinum auk þess sem fjölbreytt afþreyingardagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Mótið verður formlega sett á Skallagrímsvelli kl. 20.00 á föstudagskvöld.
Unnið hefur verið að undirbúningi um nokkurt skeið með það að markmiði að upplifun gesta á Unglingalandsmóti verði sem best.
Allar upplýsingar um dagskrá má sjá á www.umfi.is
Bjóðum gesti hjartanlega velkomna í Borgarfjörð.