Hjólað hringinn í kring um landið

júní 22, 2016
Featured image for “Hjólað hringinn í kring um landið”

Þorsteinn Eyþórsson er nú við það að ljúka hringferð sinni á reiðhjóli umhverfis landið. Er hann aðeins á undan áætlun en hans er að vænta yfir Borgarfjarðarbrúna kl. 18:30 í dag. Ferðin hefur gengið vel og er þess vænst að einhverjir komi yfir fjörð og hjóli með honum síðasta spölinn. Ferðinni lýkur svo formlega við Geirabakarí þar sem hún hófst.


Share: