Aldan

júní 16, 2016
Featured image for “Aldan”

Fjöliðjan flutti í desember sl. út í Brákarey, að Brákarbraut 25, og fékk nýtt nafn Aldan – dósamóttaka og Aldan – vinnustofa. Öll aðstaða er betri, bæði mikið meira rými og bjartara. Standsetningu húsnæðisins er ekki lokið en vonir standa til að það verði fyrr en seinna.

Aldan dósamóttaka er opinn frá 8:00-12:00 og 13:00-16:00.

Dósamóttakan tekur á móti plastflöskum, áldósum og glerflöskum. Skilagjaldið er 16 kr. pr. stk. Einnig er tekið á móti glerkrukkum, en ekkert skilagjald er á þeim. Dósamóttakan selur einnig stóra og sterka ruslapoka sem framleiddir eru á staðnum. Starfsmenn eru 8 talsins.

Aldan – vinnustofa er fyrir 11 manns – opnunartíminn 8:00 -12:00 og 13:00-16:00. Unnið er að ýmsum verkefnum, límt á lok jarðaberjapakkninga frá Sólbyrgi og brotnir bæklingar fyrir Ljómalind með meiru. Einnig er seld eigin framleiðsla, s.s. fjölnotapokar, kerti, hárklæði, borðtuskur og tuskur í bílskúrinn og margt fleira. Mörg fyrirtæki ýmist kaupa eða selja vörur frá Öldunni, má t.d. nefna Vírnet, Geirabakarí, Ljómalind, Handverkshúsið, Borgarbyggð, KB, Discover Iceland og HB Granda.  Almenningur verslar einnig heilmikið við Ölduna bæði þegar er verið með söluborð í Nettó og eins í heimsóknum á vinnustofuna.

Í Öldunni eru margar vinnufúsar hendur og eru  fyrirtæki og stofnanir hvött til að huga að hvort þau hafi verkefni sem Aldan gæti sinnt fyrir þau.

 

20160616_135518

 


Share: