Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar.
- – 9. bekkur
Nemendur mæta við skólann kl. 10.00 föstudaginn 3. júní. Þaðan verður gengið í fylkingu niður í Skallagrímsgarð. Í fararbroddi verða nemendur úr 9. bekk og munu þau slá trumbur. Þá fara nemendur í leiki sem þeir hafa valið sér – þeir nemendur sem hafa valið að fara í sund eða hjólaþrautir, taki með sér viðeigandi búnað (sundföt og hjól). Boðið verður upp á grillaða pylsu. Afhending einkunna fer fram við sviðið í Skallagrímsgarði og hefst um 11:40.
Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 9:40 og til baka um kl. 12.00. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli þannig að passi við tímasetningar.
Um er að ræða 2 klst. útiveru, þannig að mikilvægt er að koma klædd/ur eftir veðri.
- bekkur.
Athöfnin fer fram á Hótel Borgarnesi og hefst kl. 17.00. Þar mæta nemendur og aðstandendur þeirra auk starfsfólks skólans.