Upplýsingar um söguleg flóð í Hvítá

maí 24, 2016
Featured image for “Upplýsingar um söguleg flóð í Hvítá”

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá

Veðurstofan er að vinna að hættumati í Hvítá. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá og þverám hennar.
Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt er staðháttum. Hún vildi því leita eftir öllum tiltækum upplýsingum varðandi fyrri flóð á ofan¬greindum vatnasviðum þ.m.t. staðsetningu þeirra, umfang og það tjón sem þau ollu. Varðandi tjón er einnig átt við truflun á rekstri innviða svo sem: veitukerfa, samskiptakerfa og samgöngukerfa.
Allar upplýsingar eru vel þegnar sama á hvaða formi sem þær eru svo sem ljósmyndir, myndskeið, kort, samtímafrásagnir, gagnagrunnsfærslur, dagbókarfærslur o.s.frv.

Þeir sem hafa slíkar upplýsingar eru hvattir til þess að senda okkur þær eða benda á hvar þær er að finna. Netfangið er vatnsflodasaga@vedur.is
Þá má hringja í Veðurstofuna og biðja um Davíð Egilson, sem veitir nánari upplýsingar. Það myndi koma verkefninu mjög vel að fá þessar upplýsingar sem fyrst og helst innan fjögurra vikna ef þess er nokkur kostur.


Share: