Hreinsun rotþróa sumarið 2016 er hafin og sér fyrirtækið Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið. Þau svæði sem á að taka þetta árið eru Norðurárdalur, Hvítársíða og Þverárhlíð. Til þess að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi , sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar inn á rotþróakorti, m.a. hvenær rotþrær voru tæmdar síðast.
https://borgarbyggd.is/kortrotthraer/rotthraer.html
Umhverfis-og skipulagssvið