Maceiej Mazur og Michal Mateusz Gaciarski hafa verið ráðnir tímabundið til vinnu í Áhaldahús Borgarbyggðar. Fyrstu verkefni þeirra verða m.a. hreinsun gatna, gatnamerkingar og lagfæringar á Bjössaróló.
Á Bjössaróló er áformað að laga þau leiktæki sem hafa skemmst og/eða eru ónýt. Skökk leiktæki verða réttuð af og undirlag og grassvæði lagað.