Framkvæmdir við Brákarey vegna fráveitu

apríl 13, 2016

Frá Veitum ohf Hjá Veitum vinnum við nú að lagningu sjólagna við Brákarey. Áætlað er að framkvæmdin sem hófst 21.mars standi til hausts 2016. Óhjákvæmilega fylgir henni rask og biðjum við ykkur íbúa að sýna því skilning. Lögnin verður lögð frá Brákarey út í fjörðinn að dælubrunni við Bjarnarbraut. Sjólögnin er plastlögn 450 mm og 500 mm með steinsteyptum sökkum og verður hún að hluta grafin niður í sandbotninn. Verkefnastjóri hjá okkur vegna þessarar framkvæmdar er Björgvin Helgason. Umsjónarmaður og tengiliður hjá Verkís er Arnar Smári Þorvarðarson, sími 422 8000. Verktaki er ÍSTAK. Hafir þú spurningar eða ábendingar um þessa framkvæmd ekki hika við að hafa samband í síma 516 6000 eða með því að senda okkur ábendingu eða fyrirspurn á vef okkar veitur.is. Með bestu kveðju Starfsfólk Veitna


Share: