Laus störf við leik- og grunnskóla í Borgarbyggð

júlí 28, 2006
Eftirfarandi störf eru laus við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar:
 

Við Grunnskólann í Borgarnesi

2 – 3 stöður á unglingastigi. Meðal kennslugreina stuðnings- og sérkennsla og almenn kennsla í 8.- 10. bekk.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason skólastjóri, s: 898-4569 og kristgis@grunnborg.is
 

Við Varmalandsskóla

2 – 3 stöður á mið- og unglingastigi. Meðal kennslugreina er stærðfræði, danska og íslenska í 8.-10. bekk og almenn kennsla á miðstigi.
Nánari upplýsingar veitir Flemming Jessen skólastjóri, s: 840-1520 og fjessen@varmaland.is
 

Við Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar

Við deildirnar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri eru lausar 2 stöður. Meðal kennslugreina á Kleppjárnsreykjum eru smíði, tónmennt og sérkennsla og á Hvanneyri (áður Andakílsskóli) meðal annars íþróttakennsla.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri, s: 861-5971 og goskars@ismennt.is
 

Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Matráð vantar á leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal frá og með 15. ágúst næstkomandi. Um er að ræða 50% starf við matreiðslu og tilheyrandi störf við leikskólann. Í leikskólanum eru um 15 börn. Vinnutími er frá kl 9:00 – 13:00. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og / eða mikla reynslu sem nýtist í starfinu. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2006.
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 435-1164 eða 862-0064.
 
 
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
 
 

Share: