Vinnuskólinn

júlí 14, 2006

Vinnuskólinn var settur með látum þann 6. júní í Óðali. Nemendur í skólanum voru í upphafi 52 og þar af 10 á Bifröst.

Verkefni sumarsins eru mörg um allt sveitarfélagið, meðal annars eru nokkur gróðurátök í gangi t.d. á Varmalandi, Hraunfossum, Bifröst, Einkunnum og víðar. Vonast er til að skólinn komist yfir sem mest.

Garðahreinsanir fyrir eldri borgara hafa farið vel af stað en þeir nýta sér þessa þjónustu í meira mæli en áður.

Einhver afföll hafa orðið af starfsmönnum í sumar en það má rekja til veðurs. Vinnuskólinn hefur einnig komið að öðrum verkefnum eins og Borgfirðingahátíð, 17.júní og Sparisjóðsmóti í knattspyrnu.

 

 

Miðvikudaginn 12.júlí hélt hópurinn svo í hina árlegu vinnuskólaferð. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur. Byrjað var á því að fara í Keiluhöllina þar sem teknir voru tveir keiluleikir og snæddur hamborgari á sama stað. Eftir það var farið í Tívolí sem staðsett er í Smáralind. Eftir skemmtilegan tívolíferð var farið í Laugarásbíó á myndina Click. Heimkoma var um klukkan 19:40. Er það samdóma álit flokksstjóra að þessi vinnuskólaferð efli samkennd starfsmanna og er að þeirra mati nauðsynleg og sérstaklega í því árferði sem verið hefur í sumar.

Vinnuskólanum lýkur 28.júlí með grillpartýi sem haldið verður á Golfvellinum Hamri.


Share: