Laus störf við leik- og grunnskóla í Borgarnesi

desember 15, 2005
 

Leikskólakennara vantar á leikskólann Klettaborg í Borgarnesi.

Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Vinnutíminn er frá kl. 13:00 til 17:00. Starfið er laust frá 1. janúar 2006.
Leikskólinn Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir 2ja til 6 ára börn. Megináhersla er lögð á samskipti og skapandi starf. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar kemur til greina að ráða annað háskólmenntað fólk eða leiðbeinendur.
Nánari upplýsingar gefur Steinunn Baldursdóttir, leikskólastjóri, í síma 437-1425, eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is.
 

Starfsmann vantar á bókasafn Grunnskólans í Borgarnesi

Vegna veikindaforfalla vantar starfsmann á bókasafn Grunnskólans í Borgarnesi frá áramótum til vors í 70 – 100% starf.
Leitað er að starfsmanni með háskólapróf sem nýtist í starfi og kostur væri ef hann hefði reynslu af sambærilegu starfi. Einnig þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að vinna með öðrum, börnum sem fullorðnum.
Laun og vinnutími samkvæmt kjarasamningum.
Allar upplýsingar um starfið veitir Kristján Gíslason skólastjóri í síma 437-1229 eða GSM 898-4569. Netfang: kristgis@grunnborg.is. Umsóknarfrestur er til 21. desember.
 

Share: