Jólaútvarpið hefst næsta þriðjudag

desember 8, 2005
Nú förum við í loftið ……..

Árlegt jólaútvarp unglinga Fm Óðal 101,3 fer í loftið næstkomandi þriðjudag og hefst útsending með ávarpi útvarpsstjóra Írisar Gunnarsdóttur formanni nemendafélagsins.
Sent er út frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og fjölbreyttir unglingaþættir fara í loftið.
Dagskrá yngri bekkja er tekin upp fyrirfram en unglingaþættir eru í beinni útsendingu.
 
Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu alla daga og sérstakur bæjarmálaþáttur verður í beinni útsendingu kl. 13.oo föstudaginn 16. des frá fréttastofu en þar mæta fulltrúar bæjarstjórnar og fleiri góðir gestir í hljóðstofu og ræða bæjarmálin.
 
Allir geta hlustað !
Hægt er að nálgast útsendingu á netinu á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal og því geta allir hlustað.
Endilega látið vini og kunningja vita af því hérlendis og erlendis.

Okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar eru á sínum stað og vill nemendafélagið þakka fyrirtækjum bæjarins fyrir ómetnalegan stuðning, því án þeirra stuðnings væri þetta framtak ekki framkvæmanlegt.
Þess má geta að undirbúningur og handritagerð unglinga í 8. og 9. bekk er liður í íslenskunámi og framsögn.
Unglingar frá Varmalandi verða einnig með þætti í útvarpinu og ungmenni úr Mími ungmennahúsi verða með sér þátt á fimmtudagskvöld.
 
Unglingar í Óðali þið eruð frábær – gangi ykkur vel.
ij.

 

Share: